Fríðindi sem bæta lífið

Starfsfólk Bláa Lónsins nýtur ýmissa fríðinda sem geta komið sér vel eins og kort í líkamsrækt ásamt afslátt af margs konar vörum, þjónustu og afþreyingu hjá samstarfsfyrirtækjum okkar.

Maturinn

Hjá okkur starfa fremstu matreiðslumenn landsins og starfsmenn njóta þess í fyrsta flokks mötuneyti. Það verður enginn svangur í vinnunni hjá Bláa Lóninu.

Heilsubót

Líkamleg heilsa og andlegt jafnvægi er grunnurinn að vellíðan í leik og starfi. Starfsfólki býðst gott tækifæri til að stunda reglulega líkamsrækt og efla andlega heilsu. Auk þess er boðið upp á reglulegar heilsufarsmælingar og bólusetningar.

Afsláttur

Við vinnum með fólki og fyrirtækjum af ólíkum toga og njóta starfsmenn okkar þess í afslætti. Auk þess fá starfsmenn afslátt af vörum og þjónustu sem Bláa Lónið býður upp á.