Það er gaman í vinnunni
og utan hennar!

Sameiginlegt markmið starfsfólks er að skapa frábærar minningar – fyrir gesti Bláa Lónsins og fyrir hvert annað.

Öflugt félagslíf

Utan vinnu förum við í skemmtiferðir, gönguferðir, hlaupum, dönsum og skemmtum okkur saman. Og auðvitað skellum við okkur stundum í lónið eftir lokun.

Starfsandinn í Bláa Lóninu er einstaklega góður. Við erum til staðar fyrir hvert annað og skiptum á vöktum ef á þarf að halda.

WE CREATE MEMORIES
WE CREATE MEMORIES

Alla daga búum við til minningar sem gestir okkar frá öllum heimshornum taka með sér heim.

WE CARE
WE CARE

Okkur er annt um vellíðan gesta Bláa Lónsins og leggjum okkur fram við að tryggja öryggi þeirra. Okkur er annt um starfsfólkið okkar og kappkostum að búa því öruggan vinnustað.

WE BRING JOY
WE BRING JOY

Við aukum gleði og upplifun gesta okkar en einnig hver annars. Við skemmtum okkur saman í vinnunni og utan hennar.

WE RESPECT
WE RESPECT

Við berum mikla virðingu fyrir umhverfinu og náttúrunni. Við berum einnig virðingu fyrir ólíkum menningarlegum bakgrunni starfsmanna okkar og gesta.