Einstakt umhverfi

Bláa Lónið er vinnustaður sem á sér enga hliðstæðu. Hjá okkur færð þú tækifæri til að vaxa í starfi, öðlast þekkingu í gegnum þjálfun og þroska hæfileika þína í náttúru og umhverfi sem lætur manni einfaldlega líða vel.

Fjölbreytni og þróun í starfi

Fáir vinnustaðir á Íslandi bjóða upp á jafn mikla breidd af störfum og Bláa Lónið. Fjölbreytnina má rekja til þess að Bláa Lónið er með víðtæka starfsemi á  ólíkum sviðum sem tengjast þó innbyrðis. Mörg dæmi eru til um starfsfólk sem hefur þróast í starfi og farið á milli ólíkra sviða eftir því sem menntun og áhugasvið viðkomandi hafa þróast.

Jafnlaunavottun

Bláa Lónið hefur hlotið jafnlaunavottun og fengið heimild að nota jafnlaunamerki Jafnréttisstofu.

Jafnlaunastefna Bláa Lónsins er órjúfanlegur hluti af launastefnu félagsins, sem leggur metnað sinn í að tryggja jafnrétti kynjanna og að hver starfsmaður sé metinn á eigin forsendum, óháð kyni, kynþætti eða öðrum órökstuddum viðmiðum þannig að enginn ómálefnanlegur launamunur sé til staðar á vinnustaðnum.

Lesa meira

Bláa Lónið

Bláa Lónið sjálft er það sem flestir þekkja í starfseminni. Þar starfar framúrskarandi fólk í ýmsum þjónustustörfum, við öryggisgæslu, þrif, skrifstofustörf og fleira. Leikarar blanda geði við gesti Bláa Lónsins og nuddarar hámarka slökunina.

Retreat Hótel og Spa

Retreat Hotel og Spa er glæsilegt upplifunarsvæði þar sem gestir dvelja í glæsilegum herbergjum sem hönnuð eru í takt við einstakt náttúrulegt umhverfið og njóta heilsulindar sem á sér hvergi hliðstæðu í heiminum. Starfsfólk veitir hágæða þjónustu og aðstoðar gesti við að hámarka upplifun á meðan á dvöl stendur.

Verslanir

Bláa Lónið er með sína eigin húðvörulínu, sem byggir á virkum efnum jarðsjávarins. Við leggjum mikla áherslu á náttúruvæna og græna framleiðslutækni en á bakvið húðvörurnar liggur mikið þróunar- og markaðsstarf.  Fyrirtækið rekur verslanir í Reykjavík, Leifsstöð og við sjálft lónið.

Skrifstofa

Á skrifstofu Bláa Lónsins starfa sérfræðingar í sölu, markaðssetningu, stefnumótun, fjárhagsbókhaldi, mannauðsmálum og upplýsingakerfum svo fátt eitt sé nefnt. Áhersla er lögð á teymisvinnu þar sem markmiðið er að styðja framlínu og viðskiptaeiningar Bláa Lónsins.

Þróunarsetur

Í rannsóknar- og þróunarsetrinu fer fram vísindastarf á heimsmælikvarða. Þar starfa sérfræðingar á borð við lyfjafræðinga, efnafræðinga og snyrtifræðinga sem skapa verðmæti úr virkum efnum jarðsjávarins.

Viðhald

Það þarf mikinn mannskap til að halda fasteignum og búnaði í góðu standi. Smiðir, rafvirkjar, píparar, vélstjórar, múrarar, málarar og aðrir iðnaðarmenn sinna hinum ýmsu viðhaldsstörfum.

Silica Hotel

Silica Hotel er í 10 mínútna göngufjarlægð frá Bláa Lóninu. Þar eru 35 herbergi og aðbúnaður allur hinn glæsilegasti. Á hótelinu er einnig starfrækt Lækningalind þar sem boðið er upp á náttúrulega psoriasismeðferð.

Veitingar

Bláa Lónið rekur þrjá glæsilega veitingastaði sem leggja áherslu á hágæða hráefni og þjónustu, ásamt því að bjóða upp á margskonar hressingu fyrir gesti. Frábærir matreiðslumenn og okkar einstaka framreiðslufólk leikur lykilhlutverk í að skapa matarupplifun á heimsmælikvarða.