Fríðindi sem bæta lífið

Starfsfólk Bláa Lónsins nýtur ýmissa fríðinda sem geta komið sér vel eins og kort í líkamsrækt eða úrval af orlofshúsum. Einnig fær starfsfólk okkar ríflegran afslátt af margs konar vörum, þjónustu og afþreyingu hjá samstarfsfyrirtækjum okkar.

Maturinn

Hjá okkur starfa fremstu matreiðslumenn landsins og starfsmenn njóta þess í fyrsta flokks mötuneyti. Það verður enginn svangur í vinnunni hjá Bláa Lóninu.

Heilsubót

Líkamleg heilsa og andlegt jafnvægi er grunnurinn að vellíðan í leik og starfi. Starfsfólki býðst gott tækifæri til að stunda reglulega líkamsrækt og efla andlega heilsu. Auk þess er boðið upp á reglulegar heilsufarsmælingar og bólusetningar.

Afsláttur

Við vinnum með fólki og fyrirtækjum af ólíkum toga og njóta starfsmenn okkar þess í afslætti. Auk þess fá starfsmenn afslátt af vörum og þjónustu sem Bláa Lónið býður upp á.

Orlofshús & Hótel

Starfsfólk hefur aðgang að úrvali orlofshúsa og hótela víða um land til afnota í fríum.

Samgöngur

Boðið er upp á skipulagðar rútuferðir til og frá vinnu, frá höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesbæ. Það er gott að byrja og enda vinnudaginn á að lesa bók, hlusta á tónlist eða spjalla við vinnufélagana.