Öflugur hópur starfsfólks
Starfsfólk Bláa Lónsins er verðmætasta auðlind fyrirtækisins. Við aðstoðum fólk við að finna hæfileikum sínum farveg í starfi og veitum öllum tækifæri til að vaxa og ná markmiðum sínum.
Fjölbreytt starfsheiti
Við bjóðum upp á fjölbreyttan vinnustað fyrir fólk á öllum aldri, af ólíkum uppruna og í ólíkum störfum.

Fræðsla og þjálfun
Við eflum og styðjum við faglega þróun starfsfólks okkar með því að fjárfesta stöðugt í fræðslu og þjálfun þess. Þannig getur starfsfólk okkar sem best sinnt verkefnum sínum, ráðið við þær breytingar sem kunna að verða og fengið tækifæri til að vaxa og þroskast í starfi.
