Við stækkum – stækkaðu með okkur

Fljótlega mun upplifunarsvæði Bláa Lónsins stækka umtalsvert með nýju og glæsilegu 60 herbergja hóteli, veitingastöðum og spa í einstöku umhverfi. Nýja upplifunarsvæðið verður í algjörri sérstöðu og án hliðstæðu í heiminum.

Fjölbreytt störf á nýjum stað

Við leitum að hópi fólks í fjölbreytt störf á hinu nýja og glæsilega hóteli. Meðal annars eru störf í boði við móttöku, við ýmis þjónustustörf sem snúa að hótelinu og veitingastöðunum, herbergisþrif, ræstingar og fleira.